Spæta

Ég horfði á veðurspána klukkan átta, tíu daga veðpurspá, og það er spáð hlýindum. Það er eins og það sé næstum fáránlegt að orða það þannig en það er vorlegt að vera til núna, hreinlega vorlegt. Ég harma það alls ekki en þykir snemmt að segja að nú göngum við inn í þessa árstíð. Ég byrjaði að hlakka til vorsins óvenju snemma í vetur en átti þá ekki von á þessu en nú er ég bara þakklátur. Hins vegar krefst það af mér að koma mörgu í verk hið fyrsta en sannleikurinn er sá að ég er að vinna við smíðar inni þessa dagana og mun gera það nokkra daga til. Síðan verð ég að hefja vorverkin.
 
Í gær var nógur fuglamatur í tveimur trjám. En allt í einu var hann búinn um miðjan dag í dag. Ég er búinn að bæta úr því. Ég tala um vor en er samt að hengja upp fuglamat. Ég gerði þetta líka í fyrra alveg fram í maílok og og komst þá að því að fuglarnir eru gráðugir í matinn langt frameftir. Ég skal ekki spara það. Hann Pétur tók um helgina vídeómynd af spætu sem var að næra sig, mjög fallega mynd, og ég veit ekki betur en hann hafi tekið myndina út um glugga sunnan á húsinu. Við skulum sjá.
 
Pétursvídeó
 
Pétur gæti alveg sent þetta vídeó sem keppnismynd í þátt sem heitir Mitt i naturen.
 
Þetta er fallegur fugl, mjög svo, og hljóðin sem hann sendir frá sér, einkanlega á morgnana, eru eitthvað í skyldleika við rósemi eða kyrrð. Ég er að vísu alltaf að tala um kyrrð hér en þegar ég vakna tímanlega á morgnana og hlusta á víbrandi bankið innan úr skóginum, þá dettur mér í hug rósemi og innileg nálægð við náttúru.
 
Samt er spætan grimm. Hún hikar ekki við að höggva göt á fuglahólkana þegar ungarnir eru komnir og svo étur hún unga annarra fugla. Þvílík grimmd er auðvelt að láta sér detta íhug en ef ég hugsa um gerðir mannsins, þá er þetta mesta sakleysi. Spætan tekur þessa unga til að fá fæðu og lifa en við slátrum lífi í gríðarlegum mæli til að borða og kaupa óendanlegt magn varnings til að reyna að auka lífsgleði okkar og hamingju. Síðan klæðum við okkur upp og förum í leikhús, giftingar og skírnarveislur en spætan situr upp í sínu tré og lemur nefinu í harðan viðinn.
 
En svona er þetta og ég ætla að birta mynd sem gæti verið af einum nágranna minna, mynd sem ég fann á netinu og kemur heim og sanman við vídeómyndina hans Péturs.
 
Stora hackspett er sænska nafnið á þessum fugli en ég finna bara orðið spæta á íslensku. Þetta er væntanlega kvenfugl þar sem það er enginn rauður flekkur í hnakkanum en fuglinn sem Pétur tók vídeóið af hefur rauðan flekk í hnakkanum og er því væntanlega karlfugl.


Kommentarer
björkin

Mikið er þetta fallegur fugl.Kram úr Garðabæ.
Og flott myndataka.

2014-03-07 @ 23:12:55


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0