Í morgun setti ég textvarpið á og viti menn!

Í morgun setti ég textvarpið á nokkuð snemma og sá nokkuð mjög áhugavert. Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur á sex mánaða tímabili fylgst með 100 manns sem hefur tekið þátt í  5:2 aðferðinni til að minnka blóðsykur og yfirvigt. 99 af þessum 100 léttust og blóðsykur og líkamsfita þeirra minnkaði. Hins vegar minnkaði ekki mittismál allra sem léttust. Einn hafði léttst um tólf kóló á þessu tímabili og annar aðeins um eitt kíló. Hins vegar bætti þetta almenna heilsu þátttakenda, líka þeirra sem léttust minna.
 
Ég varð harla glaður við að lesa þetta. Ég nefnilega nota sjálfur 5:2 aðferðina. Ég var kannski ekki í bráðri þörf fyrir að léttast en óneitanlega hef ég verið og er óþarflega þungur. Ég hef léttst um einhver tvö til þrjú kóló á rúmum tveimur mánuðum, ég er hressari og maturinn er mér verðmætari. Í dag er mánudagur, annar föstudagurinn í þessari viku. Hinn er svo á fimmtudaginn. Einstaka sinnum færi ég föstudaginn á þriðjudag eða föstudag ef eitthvað serstakt er í gangi. Ef ég á von á fólki eða ég er boðinn eitthvað annað, en það er þó mjög sjaldgæft.
 
Nú vil ég gera játningu. Það er að nálgast hádegi þegar ég er að skrifa þetta og ég er verulega svangur en það skeður ekki oft, svo undarlegt sem það nú er. Enginn morgunverður og enginn hádegisverður. Ég kem til með að borða kvöldmatinn minn milli klukkan fjögur og fimm og fyrir þann tíma verð ég búinn að gleyma því að ég er svangur núna um hádegisbil. Að öðru leyti vil ég bara segja að mér líður mjög vel með þennan lífsstíl og ég þekki fleiri sem nota þessa aðferð og segja að það auki almenna vellíðan og sé mjög góð leið til að léttast.
 
Meðan ég var á Íslandi frá 19. apríl til 5. maí sleppti ég því að fasta utan einu sinni, hefði annars átt að fasta fimm sinnum. Ég var nú einu sinni á ferðalagi og mér datt ekki í hug að vera þá í neinu föstuveseni. Ég hafði bara veislu þennan tíma og borðaði þær máltíðir og kökur og tertur sem mér var boðið upp á eða ég valdi að láta eftir mér. Ég þyngdist ekki á þeim tíma og ég fann ekki að þetta hefði nein áhrif á líðan mína. Hefði ég verið fleiri vikur geri ég ráð fyrir að ég hefði þurft að fara að færa út í beltinu og að ég hefði fundið fyrir þreytu af sykri og hveiti. Svo þegar ég kom heim byrjaði ég aftur á mínum tveimur föstudögum á viku eins og ekkert hefði í skorist.
 
 
 
 
 
Það er komið kvöld og ég borðaði 200 gr af steiktum makríl klukkan hálf fimm og hafði með honum minn sígilda pönnugrænmetisrétt. Þegar leið að kvöldmatnum var ég búinn að gleyma hungrinu sem ég fann fyrir um hádegið. Ég var mjög duglegur við að drakka vatn eins og aðra daga sem ég fasta. Makríllinn var afar góður eftir föstu dagsins og þar sem það voru 400 gr í pakkningunni á ég tilbúinn steiktan makríl í eina máltíð á morgun.
 
Ég læt líka öðru hvoru heyra í mér varðandi hvönnina frá honum Bjarna í Hrísey. Það er nú meiri hollustan þó að hún sé svo sem ekki falleg út í hafragrautnum. Áður var það þannig að ef ég fékk mér köku, til dæmis eftir kvöldmat, gat ég fengið heiftarlegan brjóstsviða sem truflaði svefn. Ég þurfti of oft að pissa á nóttunni og mér fannst maginn ekki vera alveg í nógu góðu jafnvægi. Svo byrjaði ég á að hafa hvönn sem hluta af matnum fyrir rúmlega ári síðan og öll þessi einkenni hurfu. Ég varð allur hressari, duglegri heima fyrir, duglegri við framkvæmdir mínar og jafnvel hressari en vinnufélagar mínir sem í aldri gætu verið börnin mín.
 
Ég hélt að ég hefði sofið vel en eftir hvönn fór ég samt að sofa ennþá betur. Fleira gæti ég talið upp en ég ætla að tilláta mér að hafa pínu einkamál.
 
Barnaskapur!    Ímyndun!    Já, ef svo er þá er það afar góð ímyndun


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0