Heimur trönunnar

Meðan ég hafði morgunandaktina mína hérna áðan í rúminu mínu með hnakkann upp á dýnunni við höfðagaflinn heyrði ég hróp trönunnar inn um loftventilinn að vestan. Fyrst heyrði ég þau eiginlega ekki en þegar á leið byrjaði ég að hlusta á þessi hljóð og velta þeim fyrir mér. Þetta eru há hljóð en friðsöm virðast þau vera og á vissum tímabilum geta þau heyrst um há nótt þannig að fólk vakni. Hróp trananna nú í morgun tengjast líklega undirbúningi fyrir gríðarlegar hópferðir til fjarlægra landa. Tímabilinu í Norðrinu fer að ljúka og suðlægari grundir eru kannski í hyllingum hjá þessum háfættu fuglum. Alla vega verður ferðinni heitið þangað innan skamms.
 
Í mannheimi heyrast líka gól en þau eru allt öðru vísi. Hvers vegna geta menn ekki gert svona líka, komið saman og gólað og farið svo að gera eitthvað af viti í sameiningu. Svona eins og þegar trönurnar hrópa nokkra morgna á haustin. Svo bara fara þær af stað, þúsundum og tugþúsundum saman, fara þangað sem þær ætla, fljúga oddaflug, létta undir með hver annarri, lenda á suðlægari grundum og lifa svo þar þangað til Norðrið heillar á ný. Og þá hefjast þessar hópferðir aftur, í gagnstæða átt, og þegar hóparnir lenda svo á hefðbundnum stöðum í Norðrinu heillast menn svo mikið að þeir fara með bílfarma af korni og gefa fuglunum sem á einfaldan hátt gera sér lífið friðsamt og gott.
 
Að hugsa sér ef hann Púúútín gæti nú komið flögrandi og fagnandi inn á stórþing þjóðanna og gólað, gert alla glaða. Svo gætu allir farið í hópflugi heim til sín og gert góða hluti fyrir fólkið "sitt". Þroskast af visku og vexti og náð meðal þegna sinna. Lagst svo í kistuna sína á síðasta haustdegi lífs síns, án ótta og í minningunni um að mikið hefðu nú öll gól verið dásamleg. Heillavænleg hefðu þau líka verið fyrir alþjóðasamfélagið þar sem enginn mígur í annars skó. Svo gætu aðrir menn flutt gólið hans Púúútíns heim til landa sinna, til hinna mörgu húsa við Austurvöll sem finnast um allan heim. Og skór allra yrðu þurrir þar sem enginn migi lengur í annarra skó.
 
Ástin fengi nýja merkingu og á fallegum vordögum yrðu stignir ástardansar sem væru tákn væntumþykju milli einstaklinga.
 
Svo færu allir heim til sín og þar gæti hugljúft ástarlífið haldið áfram.
 
Þjóðhátíðardagarnir yrðu svo mikið dásamlegri vegna þess að það væri bara svo sjálfsagt að vera glaður. Maturinn yrði færður að fótum hvers og eins í vörubílahlössum og enginn þyrfti að drekka sig fullan, gefa á kjaftinn, lenda í steininum eða tapa ökuskýrteininu sínu. Að lokum yrði svo stiginn ástardans og svo kannski heima líka þegar þangað væri komið.
 
Níu mánuðum seinna fengju svo fólkungarnir að láta til sín heyra í mígrafón hjá til dæmis Sverges television (SVt) og enginn gréti lengur í friðsömum heimi.
 
Ef hins vegar einhver reyndi að spilla þessum friðsama heimi, þá fengi sá hinn sami að finna fyrir því og mundi aldrei gera það aftur því að það er svo mikil sneypa að láta hrekja sig á flótta með óvirðulegum tilburðum.
 
Þökk sé þér Púúútín fyrir að þú steigst niður meðal oss og skildir það fyrstur manna að það er mikið einfaldara að góla eins og trana hrópar. Mikið einfaldafra líka en að vera undirförull og lúmskur á alþjóðavetvanginum.
 
Hér er svo einn sem heitir Putin heima í Rússlandi með tilburði til að sýna þegnum "sínum" hvað góður þjóðhöfðingi getur gert í friðsömum heimi. Eiginlega er það nú samt svo að það er eins og tranan þarna uppi við vænginn sé í mótmælaham. En ég veit ekki. Ég er svolítið hissa þegar ég skoða þessa mynd hvers vegna ég valdi að nota þetta nafn "Púúútín" svo oft.
 
Þakka ykkur fyrir trönur sem hrópuðuð niður á akrinum hans Arnolds í morgun. Það var gott að hlusta á ykkur. Þið eruð svo velkomnar aftur.
 
 
 
Ég hef ekki hugmynd um það hverjir hafa tekið þessar myndir en ég bara vona að mér sé fyrirgefið að nota þær. SVt er sænska ríkissjónvarpið.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0