Nýir tímar fyrir svolítið ringlaðan mann

Það var heil mikið að muna í morgun áður en við Susanne lögðum af stað til Fjugesta til að æfa í salnum hjá sjúkraþjálfaranum. Eftir það ætluðum til Västerås þar sem hún ætlaði að heimsækja mömmu sína. Með tösku í annarri hendinni og hrein föt á vinstri handleggnum stóð ég í útidyrunum og mundi þá eftir farsímanum. Ég sneri við og leitaði á venjulegustu stöðunum þar sem síminn er oftast en fann ei. Ég tók heimasímann og hringdi í farsímann sem eftir nokkrar sekúndur byrjaði að titra í hendinni undir hreinu fötunum. Lætur þetta kunnuglega fyrir nokkurn? Varla. Stundum óska ég þess að geta gringt í myndavélina mína, bíllyklana eða peningaveskið til að þurfa ekki að leita.


Hvar var farsíminn spurði Susanne lítið seinna. Ég vissi að ég gæti búið til skröksögu kringum þetta en gerði það ekki. Vid höfum talað um að skrökva aldrei að hvort öðru, ekki heldur um smáatriðin. Svo héldum við til Fjugesta og höfðum gaman að þessu með farsímann.


Öllum stærri verkefnum er lokið á Sólvöllum en margt smátt eftir. Það er að komast á jafnvægi. Ég hef líka minnkað við mig vinnu og Susanne er flutt þó að hún eigi eftir að fara í gegnum mikið af búslóð sinni.  Ég er mikið þakklátur fyrir heilsu mína og nú er kominn tími til að ég taki tíma til að varðveita þá heilsu sem ég hef, að ég taki ábyrgð. Því er ég byrjaður að æfa í tækjasal hjá sjúkraþjálfaranum í Fjugesta. Susanne er með í þessu og þarf þess með. Við höfum líka farið rækilega gegnum mataræði okkar og Susanne hefur þar forystu. Það eru nýir tímar og skemmtilegir sem okkur tekst vonandi að gera að lífsstíl til frambúðar.


Við vorum búin að æfa og komin af stað til Västerås. Við komum við í Staðarskála eins og ég hef lengi, lengi kallað ákveðinn stað og fengum okkur piparkryddaðan reyktan lax. Þegar við vorum setst sá ég hvíta sósu á diskinum hjá Susanne. Ég spurði hana hvar hún hefði fengið sósuna og hún benti á sams konar sósu sem var á diskinum hjá mér og sagðist hafa fengið hana á sama stað og ég hefði fengið mína sósu. Símaævintýrið endurtók sig sem sagt með nokkurra klukkutíma millibili. Það er eins gott að það er að komast á jafnvægi.
 



Ég sit á Kalle På Spången í Västerås og bíð eftir Susanne. Hún ætlar að koma hingað eftir heimsóknina til mömmu og þá ætlum við að fá okkur kakó og langlokur sem veitingamaðurinn hér er snillingur í að framreiða. Það var hér sem við hittumst í fyrsta skipti eftir að hafa ekki sést í nokkur ár. Það var 27. Nóvember síðastliðinn þannig að ferillinn hefur gengið hratt fyrir sig. Of hratt höfum við oft spurt hvort annað en við höfum ekki getað séð það.


Nú er það að verða ónauðsynlega persónulegt má ætla, en hvað um það. Við höfum nefnilega verið spurð hvort það hafi ekki gengið vel hratt fyrir sig. Við erum ekki í neinum vandræðum með að tala um hlutina. Susanne segir oft: "En hvað við höfum það gott." Já, svo er það og við erum ábyrg fyrir miklu. Við erum ábyrg fyrir því að halda áfram að hafa það gott svo lengi sem skaparinn ekki ákveður eitthvað annað.

 
 
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Kalle på Spången. Komið þið til Västerås är Kalle góður valkostur.
Kalle på Spången er auðvitað hann Kalli Kalli Kalli Kalli frá Hóli.
 
 
 
 
 
 
 
 


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0