Susanne og ég

Susanne vann áður hjá hátæknifyrirtækinu ABB og hún var líka áður fyrr rútu- og vörubílstjóri hjá “Sænska kvenlega bílstjórahópnum” sem er sjálfboðaliðahópur innan sænska hersins.
 
Síðan vildi hún reyna eitthvað nýtt í lífinu og lærði fjármálastjórnun. Eftir það kom hún auga á að það gaf henni mikið að hjálpa eldri sem búa heima. Því las hún til sjúkraliða. Eftir það vinnur hún í heimaþjónustunni í Västerås en sérmenntar sig ásamt vinnunni til almennrar heimahjúkrunar. Hún hefur áhuga fyrir að mennta sig ennþá meira til vera til stuðnings fyrir þá sem eru á lokastigum lífsins.

Það var stuttu eftir miðnætti þann 27. ágúst 2013 sem ég sat við tölvuna heima. Ég hafði unnið mikið og það var óreiða á öllu mögulegu heima hjá mér. Ég var að raða pappír í möppu, það var hljóðlátt heima, tregi í huganum og hugsanirnar liðu hjá. Það klikkaði í tölvunni og ég leit á skjáinn. Það höfðu komið skilaboð.
 
"Sæll Guðjón! Þú ert líka vakandi. Ég hef unnið kvöld og á erfitt með að komast í ró." Þannig hljóðuðu skilaboðin sem ég hafði fengið og milli orðanna sá ég sama trega og ég fann fyrir innra með mér. Þessi skilaboð komu frá Susanne.
 
Við hittumst áður þegar hún vann við afleysingarstörf í Vornesi, á skrifstofunni, sem bílstjóri, í eldhúsinu og með ákveðin samtöl við þá innrituðu. Við höfðum ekki hittst síðan þá, í sjö ár. Ég svaraði skilaboðunum frá henni og við skiptumst á nokkrum orðum þetta kvöld. Dagana á eftir las ég nokkrum sinnum hvernig samtal okkar byrjaði og ég var sannfærður um að við hefðum fundið fyrir því sama bæði tvö; trega og einmanaleika. Síðan leið hver vikan af annarri á vit hins liðna og urðu að mánuðum og það kom nýtt ár með nítjánda febrúar. Klukkan nálgaðist miðnætti. Það klikkaði í tölvunni.
 
"Sæll Guðjón! Hér er náttugla sem hefur hreinsað til í íbúð móður sinnar. Erfitt með allt þetta. Vona að þú munir eftir mér frá Vornesi." Það var aftur frá Susanne. Mamma hennar hafði yfirgefið heimilið endanlega og var flutt á heimili fyrir aldraða og hún hafði gengið frá íbúð hennar. Jú, ég mundi eftir henni frá Vornesi.

Þannig byrjaði það og skilaboðin urðu smám saman þéttari og orðaskiptin þróuðust hægt og rólega til þess að við byrjuðum að þekkja hvort annað á þann hátt sem við höfðum ekki gert áður. Kunningsskapur okkar sem síðar varð innileg vinátta byrjaði innan frá. Susanne bauð mér stað í hjarta sínu og ég játaði þakklátur inngöngu í þessa vistarveru sem hún bauð gætilega og af þeirri hlýju sem aðeins bestu manneskjurnar búa yfir. Hún var þroskaðri en ég þegar ný skref skyldu tekin en ég fylgdi henni þétt í sporin og hún játaðist því líka að vistast í hjarta mínu. Fyrst eftir þetta hittumst við og það var í fyrsta skipti í sjö ár.

Það var við dómkirkjuna í Västerås sem við hittumst og ég fann samstundis þegar við hittumst að nú þekktum við hvort annað á alveg nýjan hátt, innanfrá, og að innileg vinátta okkar var byggð á föstum grunni en ekki á sandi. Það var mjög gott að hittast og allt virtist vera rétt. Það hafði byrjað rétt, þróast rétt og fundur okkar var hlýr og virtist hárrétt áframhald af því sem þegar hafði þróast.

Þegar ég skrifa þetta sitjum við Susanne móti hvort öðru við matarborðið heima hjá henni og tilfinningarnar ólga innra með mér þegar ég skrifa þetta og hugsa gegnum liðna tíð. Við erum bæði nokkuð mótuð af atvikum lífsins og örlögum og það hefur þróðað okkur þannig að við höfum átt auðveldara með að hittast.
 
Susanne, ég þakka þér fyrir að þú tókst frumkvæðið og bauðst mér stað í hjarta þínu. Ég er mikið þakklátur fyrir að við náðum að hittast. Þú ert frábær manneskja.
 
Susanne þegar við hittumst við dómkirkjuna í Västerås. Myndin er tekin á kaffihúsi sem heitir Kalle På Spången, en Kalle På Spången er reyndar enginn annar en hann Kalli Kalli Kalli frá Hóli.
 
Á jólatónleikum með Roger Pontare i Vingåkerskirkju


Kommentarer
Birna María

Gleðilegt nýtt ár Guðjón og Susanne , þetta eru svo sannarlega góðar fréttir <3 kv B

Svar: Þakka þér fyrir Birna mín, fallega sagt af þér.
Gudjon

2015-01-06 @ 23:02:25
Þórlaug

Ég segi aftur innilega til hamingju með þennan áfanga í lífinu. Megið þið eiga mörg, mörg góð ár saman.

Kærar kveðjur,

Þórlaug

Svar: Þakka þér fyrir Þórlaug, fallega sagt af þér.
Gudjon

2015-01-06 @ 23:14:59
Þorsteinn

Innilegar hamingju- og nýársóskir kæri vinur. Mikið samgleðst ég ykkur

Svar: Þakka þér fyrir Steini minn. Þú hefur oft vikið að mér góðum orðum gegnum öll ár gamli góði vinur.
Gudjon

2015-01-07 @ 02:11:00
Bára

Gleðilegt ár Guðjón og Susanne, mikið er þetta fallega skrifað hjá þér. Innilegar hamingjuóskir.
kær kveðja
Bára

Svar: Gleðilegt ár Bára og Halldór og þakka fyrir kveðju og hamingjuóskir.
Gudjon

2015-01-09 @ 20:46:50
Dísa gamli granni

Við Ottó óskum þér til hamingju með þessa góðu vinkonu Guðjón minn.Kærar kveðjur.

Svar: Þakka ykkur fyrir fínu gömlu grannar.
Gudjon

2015-01-09 @ 22:55:11


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0