Húsin í Sörmlandsskógunum

Í morgun um níu leytið sat ég efst uppi í aðal byggingunni í Vornesi og skrifaði inn tvö stutt samtöl sem ég hafði haft kvöldið innan. Þegar því var lokið hafði ég lokið vinnu sem byrjaði fyrir hádegi daginn áður. Ég horfði út um glugga sem snýr mót vestri þó að mér finnist endilega að sá gluggi snúi móti austri. Þrátt fyrir að hafa reynt í "fjölda ára" hef ég aldrei getað breytt þessari áttavilliu  í kollinum á mér. Þegar ég hugsaði þetta "í fjölda ára", þá upplifði ég fyrstu ferð mína til Vornes og skrifaði um það á sænsku.
 
Það var sunnudagssíðdegi í desember 1995 sem ég kom í fyrsta skipti til Vornes til að vera þar í viku. Þá bjuggum við Valdís í Falun. Það var myrkur og það var kalt og ég fann fyrir býsna miklu óöryggi. Danska konan Jette Knudsen sem þá vann í Vornesi og vann einmitt þessa helgi, hún útbjó tvær brauðsneiðar og hitaði kaffi og bauð mér upp á þessar veitingar. Þetta varpaði hlýju á fyrstu komu mína til Vornes.
 
Það var myrkur þá og það var kalt, en í dag var sólríkur vordagur. Ég horfði í morgun út um gluggann móti vestri og í norðvestri hvíldi snjóflekkur undir skógarjaðri. Hugsanir komu og fóru og ég fann fyrir sterkum trega. Ég mundi fljótlega halda heim á leið en fyrst ætlaði ég að taka þátt í morgunkaffi með öðru starfsfólki. Danska konan Jette útbjó ekki brauðsneiðarnar með þessu morgunkaffi en ég minntist hlýlegrar móttöku hennar fyrrgreindan sunnudag fyrir nítján árum og þremur mánuðum. Þetta minni kemur oft upp enda var það mikilvægur áfangi á vegi mínum.
 
Þessi staður, Vornes, hefur verið vinnustaður minn og skapaði okkur Valdísi afkomu til fjölda ára, hefur verið mikilvægasti skóli lífs míns, hefur gert mér kleift að kynnast ótrúlega mörgum manngerðum sem ég minnist með hlýhug, gleði og líka með sorg. Vornes hefur oft verið í umræðunni af minni hálfu og satt best að segja ekki að ástæðulausu.
 
Alveg er merkilegt hvað þessi sólríki morgun og snjóskafl við skógarjaðar kallaði fram margar minningar og vakti upp sterkan trega til hins liðna.
 
 
Í morgun sat ég við glugga sem ekki sést á safninum á hæstu byggingunni, stafninum til hægri, sem einmitt vísar móti vestri en mér finnst alltaf móti austri. Eftir að þessi mynd var tekin hafa verið settar nýjar þakpönnur á þökin og allir gluggar eru nýir. Það hefur verið gert mjög vel við þessi mikilvægu hús í Sörmlandsskógunum utan við Vingåker eftir að ég kom þangað í fyrsta skipti í desember 1995.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0