Liðin tíð, fyrsti hluti

Ég hafði ekki bloggað lengi en í gær skrifadi ég nokkrar línur um liðna tíð. Þessar nokkrar línur vöktu upp ótrúlega margar minningar til viðbótar, minningar sem lengi hafa hvílt í kyrrð undir slæðunni sem verndar okkur frá því að hafa allt of margt uppi í einu. En svo kemur eitthvad upp í umræðunni, í fréttunum, eitthvad sem ég aðhefst, eitthvad sem vekur upp eina minningu sem vekur upp aðra minningu. Sólargeislar varpa skugga og minna á sólargeisla fyrir mörgum áratugum. Fugl flýgur hjá og minnir á fugl sem flaug af hreiðri á bernskuárunum þegar fugahreiður voru svo ótrúlega forvitnileg og spennandi. Slæðan opnast tímabundið og sleppir minningunum fram
 
Atburðarásin í gær var einmitt af slíkum toga og heil fljót minninga leystust úr læðingi. Árið var 1995. Svartnesi hafði verið lokað og við Valdís stóðum á vegamótum og nýjar ákvarðanir varð að taka. Ég tók mína ákvörðun býsna snemma og í eigin heimi og þegar Valdís spurði hvort við flyttum ekki til baka eins og flestir Íslendinganna gerðu, þá brást ég mjög ákveðið við og taldi það af og frá. Eftir á að hyggja svaradi ég spurningu hennar of ákveðið og án samstarfsvilja. En svo varð það; vid fluttum ekki til baka. Síðar þegar fólk hittist og þessi mál bar á góma, þá svaraði Valdís því til að það hefði ekki verið nein lausn að flýja til baka með skottið á milli fótanna. Hún tók sig til og byrjaði að læra sænsku af meiri alvöru en fyrr og komst inn á sænskan vinnumarkað. Nýr áfangi í lífi hennar hófst.
 
Í mánuði áður en Svartnesi var lokað var vitað hvað mundi ske. Ég hafði verið hlaðinn þungum áhyggjum vegna framtíðarinnar, Valdís einnig, en daginn sem því var lokað þá tók ég mína ákvörðun, algerlega upp á eigin spýtur; ég skyldi berjast áfram. Síðan beið ég eftir að heyra hvað Valdís hugsaði. Við vorum hér í þessu landi og þetta med Svartnes hafði bara verið aðgöngumiðinn að einhverju nýju. Þegar ég hafði tekið mína ákvörðun voru allar áhyggjur mínar að baki. Valdís hafði sínar áhyggjur nokkuð lengur og þar hefði ég getað brugðist öðru vísi við og stutt hana betur. Ég er viss um það í dag að árið 1995 var ég ekki í stakk búinn til að taka öðruvísi á því en ég gerði.
 
Sumarið 1995 vorum við frjáls eins og fuglinn alveg frá miðjum júní og fram á haust. Þó fylgdumst við með einni íslensku fjölskyldunni af annarri flytja frá Svärdsjö og Falun. Sá þáttur var að dapurlegur og það mesta við lokun Svartnes var dapurlegt -mjög sorglegt. Litli notalegi, friðsæli og fallegi bærinn Svärdsjö varð þrúgandi. Því ákváðum við að flytja til Falun. Átján mánuðurnir sem við bjuggum í Falun voru einhverjir bestu eða þeir bestu í ífi okkar, jafnvel þó að ég ynni í Vornesi í 240 kílómetra fjarlægð hluta af þeim tíma.
 
Að flytja frá Falun í ársbyrjun 1997 var sársaukafullt og enn í dag, átján árum seinna, eru Dalirnir mér perla í tilverunni og Svärdsjö hefur aftur orðið litli notalegi, friðsæli og fallegi bærinn sem hann var áður en endalokin sóttu Svartnes heim.
 
  Frá Svartnesi


Kommentarer
Dísa gamli granni

Fallegt að lesa þessi gömlu minningabrot. Fékkstu ekki póst frá mér stuttu eftir að þú hringdir síðast. Bestu kveðjur.

Svar: Jú Dísa, hef fengið tölovupóst frá þér, þakka þér fyrir. Þetta um minningarbrotin, ég ætla að skrifa meira um svona.
Gudjon

2015-04-07 @ 22:49:06


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0